Druslugangan á Akureyri

Druslugangan á Akureyri verður haldin laugardaginn 27. júlí klukkan 14:00 og hefst gangan við Myndlistaskólann á Akureyri, Kaupvangsstræti 16. Gengið verður niður Listagilið, norður göngugötuna og endað á Ráðhústorgi þar sem nokkur erindi verða flutt.

Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðisofbeldis. Hún er vopn gegn óréttlæti og ofbeldi. Fólk er hvatt til að sýna samstöðu, taka afstöðu, skila skömminni og taka þátt í Druslugöngunni.

Druslugangan 2019 er hluti af Listasumri og nýtur stuðnings Akureyrarstofu.