Dregið hefur verið í fyrstu umferðir bikarkeppnis KSÍ. Tvö lið frá Sauðárkróki taka þátt, en það eru Tindastóll og Drangey (varalið Tindastóls).
Tindastóll hefur leik gegn sigurvegara úr leik Dalvík/Reynir gegn Völsungi og fer leikurinn og fer sá leikur fram 16. maí kl .20 og á Tindatóll útileik.
Drangey leikur gegn KF á Ólafsfjarðarvelli í 1. umferðinni og verður leikurinn 6. maí. kl. 17. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðan heimaleik gegn Þór frá Akureyri þann 16. maí. kl. 20.