Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2012.  Lið Drangeyjar frá Sauðárkróki verður í B-riðlinum og fyrsti leikurinn verður heimaleikur gegn KFG á Sauðárkróksvelli þann 20. maí klukkan 14.

Í 3. deild karla eru fjórir riðlar, skipaðir átta félögum þar sem leikin er tvöföld umferð. Eftir riðlakeppnina tekur við hefðbundin átta liða úrslitakeppni. Fjögur félög leika í 3. deildinni í ár sem ekki léku á síðasta keppnistímabili.

Á ársþingi KSÍ um helgina var samþykkt að fjölga deildum frá og með næsta ári. Tvö efstu lið 3. deildar í sumar munu því líka í 2. deild 2013 en önnur lið eiga möguleika á að vinna sér inn sæti í nýrri 3. deild.

Nokkur ný félög taka þátt í 3. deildinni í ár en Stjarnan, Þróttur og Tindastóll hafa sett á laggirnar nokkurskonar varalið.

Riðillinn lítur svona út:

B-riðill:
Afríka
ÍH
KB
KFG
Magni
SR (varalið Þróttar R.)
Ýmir
Drangey (varalið Tindastóls)