Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Sindri frá Hornafirði mættust í dag á Ólafsfjarðarvelli. KF gat með sigri í dag endurheimt toppsæti deildarinnar, en KV og Kórdrengir höfðu bæði komist yfir KF þar sem liðin léku á fimmtudag sinn leik. KF sigraði Skallagrím í síðustu umferð í erfiðum leik á meðan Sindri gerði 0-0 jafntefli Augnablik í fjórðu umferðinni.

Þjálfari KF gerði tvær breytingar frá síðasta leik, en Andri Snær og Valur Reykjalín voru í byrjunarliðinu og Hákon Leó og Sævar Gylfason byrjuðu á bekknum. Það var KF sem tók forystuna í leiknum þegar dómarinn dæmdi víti á 24. mínútu. Alexander Már (nr.10) skoraði af öryggi úr spyrnunni og kom KF í 1-0. Var þetta hans 7. mark í 6 leikjum í deild og bikar í sumar. Eftir markið fengu gestirnir tvö gul spjöld frá dómaranum, en KF leiddi 1-0 í hálfleik.

Sindri gerði tvær skiptingar í hálfleik og ætluðu sér að jafna leikinn sem fyrst, en á 70. mínútu skoraðu þeir og jöfnuðu leikinn í 1-1 og aðeins 20 mínútur eftir auk uppbótartíma. Þjálfari KF brást strax við eftir jöfnunar markið og gerði þrefalda skiptingu og sendi Þorstein Má, Hákon Leó og Sævar Gylfason inná, en útaf fóru þeir Andri Snær, Vitor og Valur Reykjalín.

KF lagði allt í að sigra leikinn og á 93. mínútu skoraði varamaðurinn Sævar Gylfason (nr.8) sigurmark leiksins, eftir hornspyrnu frá Hákoni og vann KF frábærar sigur á Sindra, 2-1 og eru nú aftur á toppi deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki, og eru eina ósigraða liðið í deildinni.

Image may contain: 4 people, people smiling, outdoorImage may contain: 4 people, people smiling, people playing sports, grass, outdoor and nature