Fjallabyggð óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling til starfa í stöðu Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar.

Deildarstjóri skal hafa háskólapróf í viðskiptafræði eða sambærilega menntun, helst með fjármálum fyrirtækja eða opinbera stjórnsýslu sem sérsvið. Hann verður að hafa reynslu af fjárstýringu, áætlunargerð og stjórnun. Deildarstjóri þarf einnig að hafa reynslu í mannauðsstjórnun og lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Næsti yfirmaður deildarstjóra er bæjarstjóri.
  • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
  • Starfshlutfall er 100%.

Umsóknir skulu hafa borist bæjarskrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði 580, eigi síðar en mánudaginn 27. febrúar 2017.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, netfang gunnarb@fjallabyggd.is sími 464 ‐9100.