Dalvíkurbyggð gerir hvatasamning við Bjórböðin upp á 7.7 milljónir

Byggðarráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að gera hvatasamning til 3 ára við Bjórböðin ehf. Heildarstyrkfjárhæð er alls 7.755.971 kr. og er styrkur ársins 2018 alls 4.123.600 kr.  Bjórböðin sóttu um hvatasamning í september 2016, og er hann nú loksins genginn í gegn og samþykktur.