Dalvíkurbyggð býður út rekstur tjaldsvæðsins til næstu 10 ára

Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir umsóknum frá aðilum sem vilja taka að sér rekstur tjaldsvæðisins á Dalvík með samningi til allt að 10 ára.  Um er að ræða rekstur á núverandi aðstöðu tjaldsvæðisins gegn leigugreiðslu en öll frekari uppbygging á svæðinu skal fara fram á ábyrgð og kostnað leiguaðila, samkvæmt samningi þar að lútandi. Leitað er eftir aðila sem hefur brennandi áhuga á að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu. Rekstraraðili annast rekstur og eftirlit með tjaldsvæði, gætir þess að umgengni sé jafnan góð og til fyrirmyndar.

Óskað er eftir upplýsingum um bakgrunn og reynslu umsækjenda, sem og hugmyndum um rekstur og uppbyggingu á tjaldsvæðinu.

Opnunartími tjaldsvæðis er frá 15. maí – 15. september, alla daga vikunnar.

Umsóknarfrestur er til 3. maí n.k. og skal skila umsóknum í Ráðhús Dalvíkurbyggðar, merkt „Rekstur tjaldsvæðis“ eða senda umsókn á hlynur@dalvikurbyggd.is. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs í síma 460-4916.