Dalvík/Reynir lék við Þrótt Vogum í gær á Dalvíkurvelli í 2. deild karla. Dalvíkingar vígðu nýtt gervigras og var þetta fyrsti heimaleikurinn í sumar, en liðið hefur þurft að leika í Boganum á Akureyri á meðan á framkvæmdinni stóð.

Sérstakt upphitunarteiti var fyrir leikinn fyrir alla sjálfboðaliða, árskorthafa, stuðningsmenn og aðra velunnara. Í hálfleik var svo kökuveisla og kaffi fyrir alla. Tæplega 190 áhorfendur voru á þessum leik.

Fyrirfram var búist við jöfnum leik þar sem liðin voru svipaðan árangur í deildinni, en Þróttur hafði þó unnið þrjá leiki í röð og Dalvík unnið síðustu tvo leiki í deildinni.  Fyrri leikur liðanna í deildinni fór 2-2 og í Lengjubikarleik 2018 hafið D/R unnið 4-2.

Í þessum leik voru Dalvíkingar mun betra liðið og nýtt vel sín færi. D/R skoraði tvö mörk með stuttu millibili rétt fyrir hálfleik og var það Viktor Daði og Númi Kárason sem gerðu þau.

Í síðari hálfeik kom Jóhann Örn inná fyrir D/R og gerði hann tvö mörk í framhaldinu, en í millitíðinni minnkaði Þróttur muninn í 3-1. Lokatölur leiksins voru 4-1 fyrir heimamenn.

Dalvík/Reynir skaust upp í 4. sætið með þessum frábæra sigri og er með 21 stig eftir þrettán umferðir.