Dalvíkurbyggð hefur undirritað framkvæmdasamning við UMFS Dalvík vegna framkvæmdar á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Dalviksport.is greindi fyrst frá þessu.
Í samningnum kemur m.a. fram að UMFS Dalvík muni sjá um framkvæmdina og ákvörðunartökur í efnisvali og slíku. Búið er að velja gras á völlinn en gervigrasið og innfylling verður keypt af Metatron ehf.
Gervigrasið er fyrsta flokks með snjóbræðslu- og vökvunarkerfi.
Framkvæmdir eru nú þegar hafnar og gengur jarðvinnan gengur vel. Það er Steypustöðin á Dalvík sem vinnur þann verkþátt.
Heimild: dalviksport.is