Dalvík/Reynir og Þór mættust í Boganum á Akureyri í dag í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Þórsarar eru í Inkassó-deildinni og Dalvík/Reynir eru nýliðar í 2. deildinni.
Það voru Þórsarar sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 17. mínútu og var þar að verki Jónas Sigurbergsson. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Dalvík/Reynir metin þegar Pálmi Birgisson skoraði, staðan orðin 1-1. Í lok fyrri hálfleiks skoraði Þór aftur og komust yfir 2-1, en markið skoraði Orri Sigurjónsson.
Dalvík/Reynir mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og uppskáru tvö mörk. Númi Kárason jafnaði leikinn á 57. mínútu, staðan orðin 2-2. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Dalvík/Reynir aftur og var þar að verki Borja Lopez Laguna, staðan orðin 2-3.
Þórsarar skiptu fljótlega eftir markið tveimur mönnum inná til að hressa við sóknarleikinn, en allt kom fyrir ekki. Dalvíkingar gáfu ekki færi á sér og héldu út, og unnu heldur betur óvænta sigur á Þórsurum í dag. Lokatölur 2-3 í þessum hörkuleik.
Það reyndist Þórsurum dýrmætt að misnota víti í síðari hálfleik auk þess sem þeir áttu tvívegis skot í stöng í síðari hálfleik.