Dalvík/Reynir heimsótti Leikni Fáskrúðsfirði í gær, og var leikið í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Leikurinn var í 14. umferð Íslandsmótsins og var Leiknir í toppsætinu fyrir þennan leik með 25 stig en Dalvík var í 4 .sæti með 21 stig og var því um toppslag að ræða. Liðin mættust í maímánuði í Boganum á Akureyri og fór sá leikur 1-1.

Fyrsta mark leiksins kom á 41. mínútu og voru það heimamenn sem tóku forystu í leiknum með marki frá Daniel Garcia Blanco. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Leikni. Heimamenn bættu svo við marki á 61. mínútu þegar Daniel Garcia Blanco skoraði aftur og kom þeim í 2-0 og þægilega stöðu þegar um 30 mínútur voru eftir af leiknum.

Dalvík gerði þrjár skiptingar um miðjan síðari hálfleik til að reyna snúa leiknum sér í hag. Jón Björgvin kom inná fyrir Gunnlaug Bjarnar, Númi Kára kom inná fyrir Alexander Inga og Viktor Daði kom inná fyrir Pálma. Á 77. mínútu fékk Kristján Freyr hjá Dalvík/Reyni sitt annað gula spjald og þar með rautt og léku D/R einum færri það sem eftir lifði leiks.

Skömmu eftir rauða spjaldið fór Jimenez útaf fyrir Rúnar Helga. Leikurinn fjaraði út og Leiknir gerði nokkra skiptingar seint í leiknum og sigruðu 2-0 í þessum toppbaráttu leik.

Dalvík/Reynir féll niður í 7. sæti við þessi úrslit, en mjög þéttur pakki er frá 3. sæti til 9. sætis. Var þetta aðeins þriðja tap D/R í sumar. Næsti leikur liðsins verður gegn Tindastóli á Dalvíkurvelli, fimmtudaginn 8. ágúst kl. 19:15.