Dalvík/Reynir mætti Völsungi á Dalvíkurvelli í gær í 2. deild karla í knattspyrnu. Fyrri leikur liðanna fór 1-1 fyrr í sumar á Húsavík, og voru aðeins þrjú stig sem skyldu liðin að í deildinni fyrir þennan leik, en Völsungur var með 21 stig í 9. sæti og Dalvík/Reynir með 24 stig í 7. sæti. Dalvík gat því með sigri teigt sig nær toppbaráttunni fyrir síðustu umferðir mótsins.
Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn vel komust yfir strax á 12. mínútu með marki frá Sveini M. Haukssyni. Staðan 1-0 fyrir Dalvík og yfir 100 kátir áhorfendur í stúkunni. Rétt þegar dómari leiksins var að fara flauta til leikhlés þá skoraði Sveinn Margeir aftur, og kom D/R í 2-0.
Um miðjan síðari hálfleik gerði þjálfari D/R tvær skiptingar með stuttu millibili þegar Borja Laguna og Pálmi Heiðmann komu inná fyrir Jón Björgvin og Jimenez. Borja Laguna hafði aðeins verið inná í 12 mínútur þegar hann náði að skora og koma D/R í frábæra stöðu, 3-0 þegar um 15. mínútur voru eftir af leiknum. Tvær skiptingar til viðbótar voru gerðar hjá D/R þegar Ottó kom inná fyrir Gunnlaug og Rúnar Helgi fyrir Steinar Loga.
Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum kom Númi Kárason inná fyrir Jóhann Örn, og allt stefndi í öruggan sigur. Gestirnir frá Húsavík náðu hinsvegar að skora eitt mark í lokin og minnka muninn í 3-1 þegar Kaelon P. Fox skoraði.
Lokatölur leiksins urðu 3-1 og komst D/R í 5. sæti deildarinnar með þessum glæsilega sigri.