Dalvík/Reynir mætti KFG í Garðabænum í dag í 2. deild karla í knattspyrnu. Liðin fóru upp saman í fyrra úr 3. deildinni og hafa liðin mæst fjórum sinnum fyrir þennan leik á síðustu tveimur árum.
Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik og var því staðan 0-0 þegar dómarinn flautaði fyrri hálfleik af. Viktor Daði kom inná fyrir Pálma á 62. mínútu og Atli Fannar fyrir Jóhann Örn á 78. mínútu. Allt stefni í jafntefli en á 80. mínútu skoruðu heimamenn eina mark leiksins. Dalvík/Reynir gerðu allt til að jafna leikinn og kom Gunnar Már inná fyrir Jón Björgvin á 83. mínútu og Rúnar Helgi fyrir Steinar Loga á 88. mínútu.
Lokatölur 1-0 fyrir heimamenn í þessum leik, og eru Dalvík/Reynir með 1 stig eftir tvær umferðir og eru í næstneðsta sæti.