Selfoss og Dalvík/Reynir léku til úrslita í B-deild Lengjubikarsins í dag í Akraneshöllinni.  Selfoss féll úr Inkassó deildinni á síðasta ári og leika með Dalvík í 2. deildinni í sumar.

Selfoss var töluvert sterkara liðið í dag þessum leik og skoruðu þeir tvö mörk í fyrri hálfleik en Hrvoje Tokic gerði bæði mörkin og var staðan 2-0 í hálfleik. Á 47. mínútu skoraði Valdimar Jóhannsson þriðja mark Selfoss, og kom þeim í góða stöðu, 3-0. Á 59. mínútu fékk Kelvin rautt spjald hjá Dalvík/Reyni og léku þeir manni færri síðasta hálftímann. Dalvík gerði strax skiptingu á 60. mínútu og komu Viktor Daði og Jóhann Örn inná fyrir Fannar Daða og Pálma Heiðmann. Á 65. mínútu gerði Dalvík aðra skiptingu þegar Gunnar Már kom inná fyrir Þröst Mikael. Á 73. mínútu kom svo Steinar Logi inná fyrir Rúnar Helga.  Það voru hinsvegar Selfyssingar sem áttu lokaorðið, en Brynjólfur Þór skoraði fjórða markið, og gulltryggði sigurinn, 4-0. Hann hafði komið inná sem varamaður aðeins nokkrum mínútum áður.

Dalvík/Reynir