Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis hefur samið við tvo spænska leikmenn og munu þeir því leika með liðinu í 2. deildinni í sumar. Alberto Aragoneses er markmaður fæddur árið 1993 og er með talsverða reynslu og kemur frá spænska liðinu SAD Villaverde San Andrés. Frá þessu er greint á vef dalviksport.is.

Borja López Laguna miðjumaður fæddur árið 1994 og getur spilað fjölbreyttar stöður á miðjunni. Hann er hávaxinn og líkamlega sterkur og kemur frá spænska liðinu S.D Canillas. Hann kemur í gegnum unglinga-akademíur Rayo Vallecano og Real Madrid.

Fyrsti leikur Dalvíkur/Reynis á Íslandsmótinu í vor verður útileikur gegn Þrótti Vogum, 4. maí.

Mynd: dalviksport.is