Dalvík/Reynir og ÍR mættust á Dalvíkurvelli í gær í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var í 21. umferðinni á Íslandsmótinu og hefði Dalvík/Reynir geta komist í 5. sæti deildarinnar með sigri. Liðin mættust fyrr í sumar og endaði sá leikur 3-3 á Hertz-vellinum í Breiðholti. D/R hefur þegar tryggt sætið sitt í deildinni og ljóst er að KFG og Tindastóll munu falla úr deildinni og Kórdrengir og KF munu koma upp. Sumarið hefur verið ágætt fyrir D/R, en helst hefur vantað öflugan markaskorarar en tveir markahæstu menn liðsins eru aðeins með 5 mörk, en það eru Jóhann Örn og Borja Laguna. Liðið hefur aðeins skorað 29 mörk í 21 leik í sumar.

Leikurinn átti að hefjast kl. 14:00 en var frestað til 14:45. Í byrjunarliði D/R voru: Alberto,Kristján Freyr, Jón Björgvin, Borja Laguna, Sveinn Margeir,  Kelvin, Viktor Daði, Jimenez, Rúnar Helgi, Steinar Logi og Númi Kárason.

Ekkert mark var skoraði í fyrir hálfleik og var staðan því 0-0 eftir 45 mínútur. ÍR gerði tvöfalda skiptingu strax í hálfleik og kom þriðja skiptingin þeirra á 55. mínútu. D/R gerði skiptingu á 59. mínútu þegar Jóhann Örn kom inná fyrir Núma og nokkrum mínútum síðar kom Pálmi inná fyrir Viktor Daða. Gunnlaugur Bjarnar kom inná fyrir Borja Laguna á 77. mínútu og nokkrum mínútum fyrir leikslok kom Atli Fannar inná fyrir Jimenez. Hvorugu liðinu tókst að skora í þessum leik og voru því úrslitin 0-0 og eitt stig í hús hjá hvoru liði.

Dalvík/Reynir eru í 6. sæti eftir 21 leik og eru með 29 stig.  Liðið getur endað í 5. sætinu ef það sigrar í lokaumferðinni Víði, en einnig þarf Þróttur Vogum að tapa stigum.