Ljóðasetrið á Siglufirði verður með fjölbreytta dagskrá á Síldarævintýrinu um helgina. Fólk er hvatt til að kíkja við og njóta menningarviðburða í Ljóðasetri Íslands.
Dagskrá:
Föstudagur 2. ágúst – Sagðar verða siglfirskar gamansögur kl. 16.00
Laugardagur 3. ágúst – Sögustund fyrir börn 3 – 6 ára kl. 14.00
Laugardagur 3. ágúst – Lög við ljóð eftir ýmis skáld kl. 16.00
Sunnudagur 4. ágúst – Tónleikar fyrir börn kl. 14.00
Sunnudagur 4. ágúst – Sveinbjörn I. Baldvinsson og gestir kl. 16.00
– Tónlist og ljóðlist