Kántrýdagar verða 17.-19. ágúst nk á Skagaströnd. Dagskrá þeirra er nokkuð hefðbundin. Kántrýsúpan er á sínum stað í tjaldinu. Þar verða líka tónleikar föstudags og laugardagskvöld. Í Kántrýbæ verða böll og sýning kvikmyndarinnar Kúrekar norðursins. Hljómsveitirnar Gildran, Klaufar, Illgresi, 1860 og Sefjun eru kallaðar til leiks.

Ljósmynda- og listsýningar ásamt handverkssölu eru einnig í boði ásamt spádómum og gönguferðum. Drög að dagskrá hátíðarinnar má finna hér:

http://www.skagastrond.is/kantrydagskra2012.pdf

Kántrýdagar 17. – 19. ágúst 2012

  • Fimmtudagur 16. ágúst
  • Íbúar skreyta götur, garða og hús
  • Föstudagur 17. ágúst
  • 11:00 – 18:00 Djásn og dúllerí í Gamla Kaupfélagshúsinu
  • Handverk og hönnun til sölu
  • 11:30 – 22:00 Kántrýsetur opið í Kántrýbæ
  • Yfirlit um ævi og starf Kántrýkóngsins og kvikmyndin „Kúrekar
  • norðursins“ sýnd í Kántrý 2
  • 11:30 – 24:00 Ljósmyndasýningin „Með eigin augum“ í Kaffi Bjarmanesi
  • Vigdís H. Viggósdóttir sýnir.
  • 13:00 – 17:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd
  • Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“.
  • 13:00 – 18:00 Spákonuhof
  • Sýning- Þórdís spákona- Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur
  • 15:00 – 18:00 Opið hús í Nes listamiðstöð
  • Myndlistarsýning
  • 17:30 Skógræktarfélag Skagastrandar opnar gönguleið um Hólaberg
  • Gönguleiðin er um skógarreit ofan við tjaldstæði á Hólatúni.
  • 18:00 Kántrýdagar hefjast með fallbyssuskoti við Kaffi Bjarmanes
  • 18:00 – 20:00 Ljósmyndasýningin „Mannlíf á Skagaströnd“ í íþróttahúsinu
  • Árni Geir Ingvarsson sýnir.
  • 18:15 – 19:00 Vatnsfótbolti á íþróttavelli
  • 18:50 – 19:00 Karamelluflugvél yfir íþróttavelli ef veður leyfir
  • 19:00 – 20:00 Kántrýsúpa í hátíðartjaldi
  • BioPol ehf. býður í súpu
  • 19:00 – 21:00 Hoppukastalar við hátíðarsvæði
  • 20:00 – 22:00 Tónleikar í hátíðartjaldi
  • Leo Gillespie og hljómsveitirnar „1860“ og „Contalgen Funeral“
  • skemmta
  • 22:00 – 23:00 Varðeldur og fjöldasöngur í Grundarhólum
  • 22:00 – 24.00 Lifandi tónlist í Kaffi Bjarmanesi
  • Guðlaugur Ómar spilar og syngur
  • 23:00 – 3:00 Ball í Kántrýbæ
  • Hljómsveitin Gildran leikur fyrir dansi.
  • Laugardagur 18. ágúst
  • 10:00 Þórdísarganga á Spákonufell
  • Lagt upp frá golfskálanum
  • 11:00 – 13:00 Dorgveiðikeppni á höfninni
  • Verðlaun fyrir þyngsta fiskinn
  • 11:00 – 18:00 Djásn og dúllerí í Gamla Kaupfélagshúsinu
  • Handverk og hönnun til sölu
  • 11:30 – 22:00 Kántrýsetur opið í Kántrýbæ
  • Yfirlit um ævi og starf Kántrýkóngsins og kvikmyndin „Kúrekar
  • norðursins“ sýnd í Kántrý 2
  • 11:30 – 24:00 Ljósmyndasýningin „Með eigin augum“ í Kaffi Bjarmanesi
  • Vigdís H. Viggósdóttir sýnir
  • 12:00 Fallbyssuskot við Kaffi Bjarmanes
  • 13:00 – 15:00 Götumarkaður á Bogabraut
  • 13:00 – 17:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd
  • Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“
  • 13:00 – 18:00 Ljósmyndasýningin „Mannlíf á Skagaströnd“ í íþróttahúsinu
  • Árni Geir Ingvarsson sýnir
  • 13:00 – 19:00 Spákonuhof
  • Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur. Fjölskrúðug saga hússins rakin
  • fyrir gestum og sögustundir um Þórdísi spákonu- kl. 13:10,
  • 14:00,15:00,16:00 og 17:00
  • 13:00 – 20:00 Hoppukastalar við hátíðarsvæði
  • 13:30 – 14:30 Skráning /forkeppni fyrir söngvakeppni barna í hátíðartjaldi
  • 15:00 – 16:30 Barna- og fjölskylduskemmtun í hátíðartjaldi
  • Sirkus Íslands – akrobat trúðar – Kántrýhvolparnir, söngvakeppi barna
  • og fleira skemmtilegt
  • 15:00 – 18:00 Opið hús í Nes listamiðstöð
  • Myndlistarsýning
  • 15:00 – 16:30 Sirkusnámskeið í hátíðartjaldi
  • Sirkus Íslands kennir undirstöðu í að húla, kasta
  • hringjum, spinna diskum og halda jafnvægi
  • 17:00 – 18:00 Frumsýning myndarinnar „Sumar á Skagaströnd“ í Fellsborg
  • Heimildarmynd Halldórs Árna Sveinssonar
  • 20:30 – 23:00 Tónleikar í hátíðartjaldi
  • Hljómsveitirnar Sefjun, Gildran, Klaufar og Illgresi leika
  • 23:00 – 01:00 Lifandi tónlist í Kaffi Bjarmanesi
  • Hljómsveitin Trukkarnir leikur af fingrum fram
  • 23:00 – 3:00 Ball í Kántrýbæ
  • Kántrýsveitin Klaufar slettir úr dansklaufunum
  • Sunnudagur 19. ágúst
  • 11:00 – 18:00 Djásn og dúllerí í Gamla Kaupfélagshúsinu
  • Handverk og hönnun – til sölu
  • 11:30 – 22:00 Kántrýsetur opið í Kántrýbæ
  • Yfirlit um ævi og starf Kántrýkóngsins og kvikmyndin „Kúrekar
  • norðursins“ sýnd í Kántrý 2
  • 11:30 – 22:00 Ljósmyndasýningin „Með eigin augum“ í Kaffi Bjarmanesi
  • Vigdís H. Viggósdóttir sýnir
  • 12:00 Fallbyssuskot við Kaffi Bjarmanes
  • 13:00 – 17:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd
  • Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“
  • 13:00 – 17:00 Ljósmyndasýningin „Mannlíf á Skagaströnd“ í íþróttahúsinu
  • Árni Geir Ingvarsson sýnir
  • 13:00 – 18:00 Spákonuhof
  • Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur. Fjölskrúðug saga hússins rakin
  • fyrir gestum og sögustundir um Þórdísi spákonu- kl.14:00, 15:00 og
  • 16:00
  • 14:00 – 15:00 Gospelmessa í hátíðartjaldi
  • Kirkjukór Hólaneskirkju sér um tónlistarflutning undir stjórn Óskars
  • Einarssonar
  • 16:00 – 17:00 Tónleikar í Hólaneskirkju
  • Tómas R. Einarsson og Matthías M.D. Hemstock flytja tónverkið
  • „Streng“. Með tónverkinu verða sýnd myndbönd, m.a. frá Skagaströnd
  • og nágrenni