Það verður sannkölluð jólastemning á Sauðárkróki laugardaginn 1. desember 2012 þegar ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi kl. 15:30.

 • Skólakór Árskóla syngur jólalög undir stjórn Írisar Baldvinsdóttur. Rögnvaldur Valbergsson annast undirleik.
 • Hátíðarávarp sveitarstjóra Skagafjarðar, Ástu Bjargar Pálmadóttur.
 • Hó, hó, hó! Jólasveinar koma í heimsókn og hafa eflaust eitthvað í pokahorninu.
 • Dansað í kringum jólatréð og sungin jólalög.

Jólatréð er gjöf frá Kongsberg í Noregi, vinabæ Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Aðventustemning í Gamla bænum og nágrenni laugardaginn 1. desember 2012

 • Opin vinnustofa í Gúttó frá kl. 13-16. Kaffi á könnunni og list til sölu.
 • Opið hús í Maddömukoti frá kl. 14-17. Maddömurnar bjóða upp á kjötsúpu að hætti hússins og handverk til sölu.
 • Jólabasar, kaffi, heitt súkkulaði og rjómavöfflur í húsi Rauða krossins frá kl. 14-17. Kvenfélag Sauðárkróks býður alla velkomna.
 • Landsbankinn, aðventustemning frá kl. 14:30-16. Heitt skátakakó og ljúffengar piparkökur í boði.
 • Minjahúsið verður opið frá kl. 13-16. Nemendur 10. bekkjar Varmahlíðarskóla selja ýmsar nauðsynjar eins og jólakort og lakkrís til styrktar vorferðalagi sínu til Danmerkur.
 • Jólahlaðborð fyrir alla fjölskylduna í Sauðárkróksbakaríi. Opið til kl. 17.
 • Táin og Strata. Ýmis tilboð. Heitt á könnunni. Opið frá kl. 12-16.
 • Blóma- og gjafabúðin býður upp á kaffi, kakó og piparkökur. Opið frá kl. 10-17.
 • Hard Wok Café. Naglasúpubar (humar og kjúklinga), heimalagað heilsubrauð og viðbit, rjúkandi kaffi og konfekt. Opið frá kl. 12-21:30.
 • Móðins, hársnyrtistofa. Heitt kakó, kaffi og piparkökur. Lófalestur og lesið í bolla. Opið frá kl. 14-17:30.
 • Fjölskylduvænt pizzahlaðborð á Ólafshúsi frá kl. 12-18.
 • Barnabókakynning Forlagsins í Safnaðarheimilinu frá kl. 14-17. Barnabókagetraun og heppnir þátttakendur fá bók að gjöf.
 • Jólamarkaður í Safnahúsinu frá kl. 12-18
 • Verslun Haraldar Júlíussonar opin frá kl. 10-14.
 • Tískuhúsið, full búð af nýjum vörum. Opið frá kl. 11-16.
 • Skagfirðingabúð, ýmis tilboð. Opið frá kl. 10-16. Verið velkomin.
 • Jólaljós tendruð á jólatré kl. 15:30 á Kirkjutorgi á Sauðárkróki. Skólakór Árskóla syngur, ávarp sveitarstjóra og jólasveinar mæta með góða skapið og eitthvað í poka.
 • Að lokinni tendrun jólaljósa á jólatrénu á Kirkjutorgi býður Hótel Tindastóll upp á kakó, piparkökur og spjall í Jarlsstofunni.

Aðalgötu verður lokað fyrir bílaumferð frá Kambastíg og að Skagfirðingabraut við Skólastíg frá kl. 14-17.