Sunnudaginn 24. mars kl. 17.00, verður síðasta dægurlagamessa þessa vetrar í Siglufjarðarkirkju.

Karlakórinn í Fjallabyggð og Kirkjukór Siglufjarðar syngja.

Einsöngvari verður Baldvin Júlíusson.

Undirleikarar og stjórnendur verða Elías Þorvaldsson og Rodrigo J. Thomas. Hugleiðingu flytur Gunnar Rögnvaldsson, uppistandari og staðarhaldari á Löngumýri í Skagafirði, sem verður með gítarinn nærri sér og leiðir m.a. almennan söng í lokin.

Aðgangur ókeypis.