Í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi hefur greinst Covid smit meðal starfsmanna og nemenda. Íbúar í Skagafirði eru hvattir til að gæta vel að öllum smitvörnum og fara í sýnatöku ef þeir eru með einkenni sem gætu bent til Covid smits.

Opið er fyrir sýnatöku á HSN Akureyri um helgar og er opnunartíminn frá kl. 9:00-11:00.

Á HSN Sauðárkróki eru sýni tekin kl. 10:30 alla virka daga. Einkennasýnatöku þarf að panta í Heilsuveru.

Íbúum er bent á að hægt er að hringja í síma 1700 til að fá ráðgjöf og upplýsingar vegna Covid-19. Nánari upplýsingar um sýnatökustaði má finna hér.