Category Archives: Sauðárkrókur

Tindastóll áfram í undanúrslit í körfunni

Tindastóll tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Fyrirtækjabikars karla í körfuknattleik.

Tindastóll hafnaði í efsta sæti C-riðils þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni 98-86 í Garðabæ en Stjörnumenn uðru í öðru sæti. Brian Mills og Justin Shouse skoruðu báðir 19 stig fyrir Stjörnuna auk þess sem Mills tók átta fráköst og Shouse 7 fráköst en hjá Tindastól var  George Valentine atkvæðamestur með 25 stig og 11 fráköst.

Gríðarlegur snjór á Sauðárkróki

Almannavarnir afléttu síðdegis í dag hættu- og óvissustigi vegna snjóflóðahættu á  Norðurlandi. Á Sauðárkróki hefur ekki fallið meiri snjór í áratugi og þar voru þrjú íbúðarhús rýmd í gær.

Það er gríðarlegt fannfergi á Sauðárkróki og hefur ekki fallið svo mikill snjór þar í áratugi. Það er því mikil vinna framundan við að moka götur og halda þeim færum. Mikill snjór safnaðist meðal annars um helgina á svokallaðar Nafarbrúnir ofan við byggðina nyrst í bænum og fór svo að snjóhengja féll um tvöleytið í gær á efsta húsið í Kambastíg.

Snjórinn ruddist inn í garð og braut þar tré, en ekki urðu aðrar skemmdir.Hins vegar mun almannavarnarnefnd Skagafjarðar áfram fylgjast vel með snjólögum enda hefur hætta skapast á á fleiri svæðum.

Heimild: rúv.is

Hús rýmd á Sauðárkróki vegna snjóflóða

Þrjú íbúðarhús við Kambastíg á Sauðárkróki voru rýmd síðdegis í dag, sunnudaginn 18. nóvember, eftir að snjóflóð féll fyrir ofan þau og spýja féll að efsta húsinu. Mikil snjóhengja er í Nafarbrúnum fyrir ofan húsin og var því brugðið á það ráð að rýma þau. Fólkið sem þar býr hefur fengið inni hjá vinum og kunningjum.

Mikið hefur snjóað á Sauðárkróki og er meiri snjór í bænum en bæjarbúar eiga að venjast síðustu ár. Rýmingin gildir í það minnsta í nótt en staðan var metin á ný í hádeginu á morgun. Almannavarnanefnd tekur þá ákvörðun um framhaldið.

Ekki er vitað um önnur flóð á Norðurlandi en það sem féll á Sauðárkróki í dag. Þó getur verið að fleiri snjóflóð hafi fallið en fólk ekki orðið vart við það enda er fólk minna á ferli nú en venjulega vegna veðurs. Hætta er þó talin á snjóflóðum í giljum og hlémegin í fjöllum þar sem snjór hefur safnast saman.

Eigendur hesthúsa við Siglufjörð og Ólafsfjörð eru hvattir til að fara varlega enda er talin snjóflóðahætta í aðkomunni að hesthúsunum.

Heimild: Rúv.is

 

Byrjendanámskeið hjá Skíðadeild Tindastóls

Þann 8. desember mun byrjendanámskeiðið hjá Skíðadeild Tindastóls byrja. Námskeiðið verður fjórir dagar, 8-9 des og 15-16 des. Markmið námskeiðsins er að nemandinn kunni að stoppa sig, taka lyftuna og sleppa og geta rennt sér einn niður með nokkuð góðu valdi á skíðunum. Og nemandinn geti komið og verið með á æfingum í vetur ef áhugi er fyrir hendi.

Námskeiðsgjaldið er 12 þús krónur og innifalið í því er skíðabúnaður fyrir þá sem að þurfa að fá lánað, lyftugjald (verður að kaupa lykilkort) og foreldri getur fengið búnað einn af þessum dögum til prufu endurgjaldslaust (greiðir eingöngu lyftugjald og lykilkort).

ATH að börn 7 ára og yngri fá frítt árskort ef gengið er frá því fyrir jól. Eingöngu þarf að kaupa lykilkortið, sem að fæst endurgreitt (800 kr) að hluta þegar því er skilað.

Stefnt er að því að halda annað námskeið eftir áramót.

Einnig ef áhugi er fyrir byrjenda námskeiði fyrir fullorðna að hafa þá endilega samband og sjáum hvort að við náum í hóp.

Skráning óskast send á snjoa.m@gmail.com fyrir 6. desember. Gefa þarf upp nafn og aldur á barni ásamt símanúmeri til að hafa samband.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í brekkunum í vetur

Skíðadeild Tindastóls.

Æfingabúðir í Tindastóli

Skíðasvæðið í Tindastól verður opnað um miðjan nóvember með Æfingabúðum í Tindastól í samstarfi við Björgvin Björgvinsson og Elan.

16. – 18. nóvember n.k. verða æfingabúðir í Tindastóli ætlaðar krökkum 10 – 15 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr á mann (lyftukort innifalið).  Skráning hjá: sbr@simnet.is (Skráningarfrestur til kl. 20:00 mánudaginn 12. nóvember)

ATH. þeir sem kaupa árskort fyrir 1. desember fá 10% afslátt.

 

Dagskrá:

Föstudagur:                   Mæting við Skagfirðingabúð kl. 15:00 og þaðan verður ekið upp á    skíðasvæði
Æfing til kl. 19:00 (Boðið upp á hressingu um miðjan daginn).

Laugardagur:                  Mæting við Skagfirðingabúð kl. 09:00 og þaðan verður ekið upp á skíðasvæði
Æfing til kl. 16:00 (Boðið upp  hádegismat og miðdegishressingu í fjallinu)
Kl. 16:00 verður haldið í óvissuferð. Kvöldmatur og kvöldvaka…

Sunnudagur :                  Mæting við Skagfirðingabúð kl. 09:00 og þaðan verður ekið upp á skíðasvæði
Æfing til kl. 14:00 (Boðið upp  hádegismat).

 

Sýningartímar Stellu í Orlofi

Leikhópur Nemendafélags Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra setur upp sýninguna Stellu í orlofi eftir Guðrúnu Halldórsdóttur og sýnir í Bóknámshúsi FNV. Frumsýning verður mánudaginn 12. nóvember en stefnt er að því að sýna átta sinnum. Myndir af æfingu má sjá hér.

Sýningartímar verða sem hér segir:

 • Frumsýning mánudaginn 12. nóvember kl. 20:00
 • 2. sýning miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20:00
 • 3. sýning fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20:00
 • 4. sýning föstudaginn 16. nóvember kl. 20:00
 • 5. sýning laugardaginn 17. nóvember kl. 17:00
 • 6. sýning sunnudaginn 18. nóvember kl. 14:00
 • 7. sýning sunnudaginn 18. nóvember kl. 20:00
 • 8. sýning þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20:00

Pöntunarsími er 455 8070, opinn á milli kl. 16 til 18 alla sýningardaga.

Nýr golfhermir í Skagafjörð?

Ágætu félagar í GSS
Að undanförnu hafa nokkrir félagar í GSS rætt sín á milli um kaup á golfhermi í nýja inniaðstöðu klúbbsins. Sá hermir sem helst kemur til greina er af gerðinni Double Eagle DE3000 sem er einn sá besti sem völ er á. Í herminum er hægt að spila marga heimsþekkta golfvelli og er grafík eins og best verður á kosið. Einnig er afar mikilvægt að nútíma golfhermar gefa mjög raunhæfa mynd af sveiflu og raunverulegri getu. Þetta er því ekki bara tölvuleikur, heldur tæki til að bæta sig í golfi. Auk þess að spila golfvelli er hægt að vera á æfingarsvæðinu og fá nákvæmar upplýsingar um högg, lengdir, sveifluhraða o.s.frv. á sama hátt og mæling fer fram hjá söluaðilum á golfkylfum.

Ákveðið hefur verið að kanna áhuga félagsmanna og stofna áhugamannafélag um kaup á slíkum hermi. Ljóst er að einungis verður hægt að festa kaup á slíku tæki með samstilltu átaki margra. Ákveðið hefur verið að fara þá leið að fara þess á leit við félagsmenn að þeir kaupi fyrirfram tíma í herminn með afslætti og þannig verði hægt að safna nægu fjármagni til að hefjast handa. Jafnframt er mikilvægt að hefjast þegar handa, þannig að hermirinn geti verið kominn í gagnið fyrir áramót.

Í stuttu máli er hugmyndin sú að áhugamannafélagið kaupi golfherminn, safni fjármagni í upphafi að upphæð 1 milljón króna, en síðan verði seldir tímar í herminn. Hver klukkustund í herminum kosti 2500 krónur fyrir félagsmenn, en allt að 5 manns geti spilað í einu. Utan félagsmenn munu greiða hærra gjald, 3-3500 krónur. Einn 18. holu hringur tekur um 2-3 klukkustundir, en kostnaður dreifist að sjálfsögðu eftir því hversu margir spila í einu. Þess má geta að á höfuðborgarsvæðinu kostar klukkutíminn 3000-3500 krónur og er þar um að ræða eldri gerðir herma. Heildarkostnaður vegna hermisins og uppsetningar hans er um 5 milljónir króna.

Alla fréttina má lesa hér.

Heimild: gss.is

Fjölliðamót í körfubolta á Sauðárkróki

Önnur umferð fjölliðamótanna að hefjast

Nú er önnur umferð fjölliðamótanna að hefjast um næstu helgi og eru það fjórir flokkar sem hefja umferðina. 8. flokkur stúlkna í Tindastóli keppir á Sauðárkróki, stúlknaflokkur í Grafarvogi, 8. flokkur drengja á Akureyri og 11. flokkur drengja í Kópavogi. Þá spilar unglingaflokkur karla við Breiðablik á laugardaginn.

Stelpurnar í 8. flokki spila í B-riðli hér heima gegn Kormáki, Snæfelli, Hamar/Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Leikjaprógrammið þeirra er svona:

 

10-11-2012 11:00 gegn Kormákur 8. fl. st. Sauðárkrókur
10-11-2012 14:00 gegn Snæfell 8. fl. st. Sauðárkrókur
11-11-2012 10:00 gegn Hamar/Þór Þ. 8. fl. st. Sauðárkrókur
11-11-2012 13:00 gegn Njarðvík 8. fl. st. Sauðárkrókur

Laust starf frístundaráðgjafa á Sauðárkróki

Hús Frítímans á Sauðárkróki óskar eftir að ráða frístundaráðgjafa í 100 % starfshlutfall.  Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 6. nóvember 2012 til 31. mars 2013.

 • Uppeldismenntun eða sambærileg menntun er æskileg.
 • Starfið hentar bæði körlum og konum.
 • Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 • Umsóknafrestur er til 6. nóvember 2012

Sækja skal um á heimasíðu sveitarfélagsins, eða í gegnum Íbúagáttina.

Upplýsingar um starfið gefur Sigríður A. Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri, sigriduraj@skagafjordur.is, s: 455 6000.

Laust starf í afleysingum á leikskóla

Leikskólinn Ársalir leitar eftir  starfsmönnum í afleysingar frá 1. nóvember 2012 til 12. júlí 2013.  Um er að ræða annars vegar 100% starfshlutfall og hins vegar 50% starfshlutfall.  Störfin henta bæði körlum jafnt sem konum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Skagafjarðar.

Umsóknarfrestur er til 29. október 2012.  Sækja skal um á heimasíðu sveitarfélagsins eða í gegnum Íbúagáttina.

Upplýsingar um starfið gefur Anna Jóna Guðmundsdóttir, leikskólastjóri í síma 455-6090/899-1593,

Laust starf á Sauðárkróki

Íþróttahúsið á Sauðárkróki auglýsir eftir karlkyns starfsmanni í afleysingar í 100% starf.  Um er að ræða afleysingu frá 1. nóvember 2012 til 31. mars 2013.  Viðkomandi þarf að vera eldri en 18 ára.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Skagafjarðar.

Umsóknarfrestur er til 29. október 2012.  Sækja skal um á heimasíðu sveitarfélagsins eða í gegnum Íbúagáttina.

Upplýsingar um starfið gefur Ótthar Edvardsson í síma 455-6091, otthar@skagafjordur.is

Laust starf í eldhúsi Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki

Laus er til umsóknar 70% staða starfsmanns í eldhúsi HS. Unnin er önnur hver helgi. Laun samkvæmt kjarasamningi Öldunnar stéttarfélags. Staðan er laus frá 1. nóvember .

Allar nánari upplýsingar veita Sigríður eða Ragnheiður í sima 455 4015. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Herdísar Klausen framkvæmdastjóra hjúkrunar. Hægt er að sækja um rafrænt á heimsíðu HS: www.hskrokur.is. Umsónknarfrestur er til 25. október

Besti leikmaður Tindastóls í knattspyrnu til Vals

Besti leikmaður Tindastóls í sumar, Edvard Börkur Óttharsson hefur gengið frá þriggja ára samningi við sitt uppeldisfélag Val í Reykjavík.

Edvard kom til Tindastóls sumarið 2011 en þá spilaði hann aðallega fyrir 2.flokk Tindastóls en hann spilaði þó 5.leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Í sumar spilaði hann lykilhlutverk í liði Tindastóls, spilaði 20 leiki í fyrstu deildinni.

 

 

Ástarsaga úr fjöllunum í Miðgarði

Möguleikhúsið sýnir barnaleiksýninguna Ástarsaga úr fjöllunum í Menningarhúsinu Miðgarði þriðjudaginn 30. október kl: 17:00.
Leikritið byggir á hinni sívinsælu sögu Guðrúnar Helgadóttur Ástarsaga úr fjöllunum sem fjallar um tröllskessuna Flumbru og tröllastrákana hennar átta. Sagan veitir innsýn í heillandi heim íslenskra þjóðsagna og ævintýra. Fyndin og spennandi saga í skemmtilegri uppsetningu Möguleikhússins.

Tindastóll – Fjölnir

Tindastóll tekur á móti Fjölni í Lengjubikarnum í dag, sunnudaginn 14. okt, kl. 19.15. Fjölnismenn hafa farið mikinn í upphafi Íslandsmótsins á meðan Tindastóll hafa verið að hiksta aðeins.

Fjölnir sigraði KR í fyrstu umferð Domino’s deildarinnar og lögðu síðan Ísfirðinga í annarri umferðinni. Þeir spila léttan og hraðan bolta og hafa innanborðs skemmtilega leikmenn.

Tindastóll hefur ekki náð að stilla saman strengi sína almennilega í upphafi Íslandsmótsins, en þessi leikur kemur á frábærum tíma fyrir liðið, því það styttist í að allt smelli saman.

Stuðningur áhorfenda skiptir líka miklu máli og strákarnir þurfa góða hvatningu úr stúkunni til að eiga topp leik.

Allir á völlinn í kvöld !

Króksmótið í minnibolta

Króksamótið, minniboltamót Tindastóls, verður haldið laugardaginn 3. nóvember. Um dagsmót er að ræða þar sem áherslan er lögð á skemmtun og fjör, en lítil sem engin á úrslit leikja.

Þetta er í þriðja skiptið sem mótið er haldið og hafa þátttakendur hingað til komið frá Akureyri, Skagaströnd og Hvammstanga. Um 120-130 krakkar hafa tekið þátt í mótinu s.l. ár.

Engin stig eru talin í leikjunum og áherslan meira á leikgleði og skemmtun.

Þátttökugjaldið er aðeins kr. 1.500 og allir fá gefins T-boli í boði FISK Seafood. Þá fá allir létta máltíð í lok mótsins.

Krakkar í 1. – 6. bekk eru hvött til þess að prófa að koma á æfingar í sínum flokkum og má sjá æfingatöfluna HÉR. Um að gera að prófa að æfa og taka þátt í þessu bráðskemmtilega móti.

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls

Lokahóf knattspyrnudeilar Tindatóls var haldið í Miðgarði laugardaginn 22. september.

Drangey ( varalið Tindastóls ) m.fl.karla:

 • Besti leikmaðurinn:     Bjarki Már Árnason
 • Efnilegasti leikmaðurinn:     Konráð Freyr Sigurðsson
 • Mestu framfarirnar:     Ingvi Ingvarsson
 • Besta ástundunin:     Óskar Smári Haraldsson
 • Markakóngur:     Hilmar Kárason    

 

Tindastóll m.fl.kvenna:

 • Besti leikmaðurinn:     Kristín Halla Eiríksdóttir
 • Efnilegasti leikmaðurinn:     Hugrún Pálsdóttir
 • Mestu framfarirnar:     Kristín Halla Eiríksdóttir
 • Besta ástundunin:     Brynhildur Ólafsdóttir
 • Markakóngur:     Rakel Hinriksdóttir

 

Tindastóll m.fl.karla:

 • Besti leikmaðurinn:     Edvard Börkur Óttharsson
 • Efnilegasti leikmaðurinn:     Loftur Páll Eiríksson
 • Mestu framfarirnar:     Benjamín Guðlaugarson
 • Besta ástundunin:     Björn Anton Guðmundsson   
 • Markakóngur:     Ben Everson

Leikfélag Sauðárkróks æfir Fíasól

Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Sauðárkróks á barnaleikritinu Fíasól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og í leikgerð hennar og Vigdísar Jakobsdóttur.

Um leikstjórn sjá heimafólkið Guðný H. Axelsdóttir og Páll Friðriksson.

Fíasól var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2010 og fjallar um 8 ára stelpuna Fíasól og vin hennar Ingólf Gauk sem taka upp á ýmsu á meðan mamma er lasin og pabbi er í vinnunni.

Stórt tap gegn Þrótti

Þróttur Reykjavík bauð Tindastól velkomna á Valbjarnarvöllinn á laugardaginn s.l. Þróttur gat með sigri náð 3ja sæti deildarinnar og ætluð þeir sér klárlega að gera atlögu að  því sæti.

Aðeins tveir varamenn voru á bekknum hjá Tindastóli, þeir Kristmar Geir Björnsson og Árni Einar Adolfsson sáu um að hita bekkinn. Arnar Magnús stóð í rammanum og fyrir framan hann voru Loftur, Eddi, Böddi og Fannar Örn. Miðjunni voru Árni Arnarson, Atli bróðir hans, Colin frændi hans. Frammi voru Benni, Arnar Sigurðsson á vinstri kantinum og S.Beattie sem var frammi.

Í fáum orðum þá var þessi leikur algjör hörmung frá A-Ö, andleysi var yfir strákunumí Tindastóli og greinilegt að tímabilið var búið í þeirra huga því var Tindastóll aldrei líklegir til að gera neitt í þessum leik.

Oddur Björnsson skoraði strax á 11.mín eftir að skot hans fór í varnarmann Tindastóls. Annað markið var algjör gjöf, þegar Maggó hittir boltann illa, með þeim afleiðingum að boltinn fer beint til Guðfinns Ómarssonar sem lyftir boltanum yfir Maggó.  Oddur gerir svo þriðja mark Þróttara á 51. mínútu. Helgi Pétur skorar mark úr víti á 61. mínútu, staðan orðin 4-0. Andri Gíslason gerir fimmta markið á 81. mínútu og lokamarkið gerði Hermann Björnsson á 88. mínútu.

Stærsta deildartap Tindastóls er 7-0 gegn ÍBÍ árið 1984, en þetta tap fer líklega líka í sögubækurnar.

Heilt yfir frábært tímabil og liðið kom flestum sparkspekingum á óvart með leik sínum í sumar. 8.sætið er staðreynd hjá Tindastólsliðinu og 27.stig í hús. Tindastóll hefur aldrei áður náð 27.stigum í 1.deild en það þarf þó að koma fram að spilað er fjórum leikjum meira í þessari deild en gert var síðast þegar liðið var í 1.deild.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

Sunddeild Tindastóls

Sunddeild Tindastóls æfir í sundlaug Sauðárkróks. Það eru þrír þjálfarar og leiðbeinandi. Ragna Hjartardóttir, Sunneva Jónsdóttir og Valur Freyr Ástuson.

 • Mánudaga  þrekæfing ekki komin tími á það (6.-10.bekkur )
 • Þriðjudaga   kl: 15-16 eldri hópur og tveir þjálfarar.
  ( 6.-10.bekkur)
 • Miðvikudaga kl: 15-16 allir  hópar, þjálfari Sunneva , Ragna
  ( 1.-10.bekkur)
 • Föstudaga      kl:15-16 allir hópar og þrír þjálfarar .
  (1.-10.bekkur)

Nýjir krakkar/unglingar og eldri sundiðkendur velkomin.

Skráning fer fram á staðnum og líka í gegnum Vetratím þegar það opnar.
(Börn , sem skráð eru í Árvist, fá fylgd til og frá sundlaug á vistunartíma en þarf að tilkynna til Árvistar að barnið æfi sund í vetur til hennar Sigrúnar.)
Kveðja!
Stjórn sunddeildar.

Leikskólakennari óskast á Sauðárkrók

Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki óskar efti að ráða leikskólakennara í 93,75% starfshlutfall.

 • Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 15. október 2012 til 12. júlí 2013.
 • Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
 • Umsóknarfrestur er til 28. september 2012

Sækja skal um á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar,  www.skagafjordur.is

Nánari upplýsingar gefa, Anna Jóna Guðmundsdóttir leikskólastjóri í símum 455 6090 eða 899 1593 og Sigríður A Jóhannsdóttir mannauðsstjóri í síma 455-6600.

Kvikmyndin Hross tekin upp á Sauðárkróki

Leikarar í kvikmyndum þurfa oft að leggja mikið á sig fyrir listina. Þannig fóru hross í samnefndri bíómynd í sjósund á Sauðárkróki.

Tökur á kvikmyndinni Hrossi hafa staðið yfir undanfarnar vikur, meðal annars á Kaldadal og Arnarvatnsheiði, í Hvítársíðu og nú síðast á Sauðárkróki.

Benedikt Erlingsson leikstjóri segir að þetta sé nokkurskonar innansveitarkrónika, dramatískar frásagnir af fólki sem lifir og hrærist í hestamennsku. „Þar sem hestar eru örlagavaldar í lífi fólks eins og er í raunveruleikanum. Hestar eru fjölskylduvinir og persónur og meðlimir í fjölskyldum á bæði beinan og óbeinan hátt,“ segir Benedikt í viðtali við Rúv.is.

Ein senan í myndinni var tekin í höfninni á Sauðárkróki og hér sundríða menn út að rússneskum togara, að því er virðist. Mörgum sem á horfðu leist ekki á blikuna, en Benedikt segir áhyggjur óþarfar því vel hafi verið fylgst með líðan hrossanna. „Það virðist vera meiri áreynsla fyrir hross að hlaupa 200 metra sprett á stökki en að synda í þrjár mínútur í sjó,“ segir hann.

Benedikt segir að fyrir kvikmyndagerðarmenn með lítið fé milli handanna sé ótrúlegt að finna fyrir þeirri hjálpsemi sem hann og hans fólk hafi notið um allt land. Þar hafi fólk lánað allt frá bóndabæjum upp í heilu togarana án þess að taka krónu fyrir.

Frétt frá www.ruv.is

Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra tilnefndur til Nýsköpunarverðlauna

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti þann 13. september að tilnefna Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til Nýsköpunarverðlauna fyrir innleiðingu á námi í plastiðn. Um er að ræða yfirfærsluverkefni sem styrkt er af Menntaáætlun Evrópusambansins sem miðar að því að þróa nám í plastiðnum. Verkefnið er samvinnuverkefni FNV, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skóla í Finnlandi og Danmörku.

Siglingastofnun hefur einnig komið að þessu verkefni auk fyrirtækja í plastiðnaði. Í  lok september hefst nám í plastbátasmíði sem veitir viðurkenningu af hálfu Siglingastofnunar til þeirra sem hafa a.m.k. 12 mánaða starfsreynslu hjá viðurkenndu bátasmíðafyrirtæki.

Heimild: www.Fnv.is

Tindastóll – Þór

Tindastóll mætir Þór á laugardaginn kl. 14. á Sauðárkróksvelli.

Síðasti leikur Tindastóls gegn Þór fór ekki nægilega vel, en við töpuðum nokkuð sannfærandi 4-0. En nú er tækifærið fyrir strákana að sýna betri leik og hvetjum við Skagfirðinga til að fjölmenna á Sauðárkróksvöll á laugardaginn og hvetja strákana áfram. Síðasti heimaleikur þessa glæsilega sumars.

Núna er staðan sú að Tindastóll eru öryggir í 1.deild að ári. Komnir með 27.stig á meðan Þórsarar eru við þröskuldin að verða deildarmeistarar. Komnir með 44.stig eða 6.stigum á undan Víking Ólafsvík.