Category Archives: Norðurland

Aaron Walker heimsækir Akureyri

Aaron Walker

Á síðasta ári lýstu Akureyri og Denver vilja til að taka upp vinabæjarsamband á sviði menningar, menntunar og viðskipta. Nú hefur fyrsti menningarviðburðurinn verið skipulagður en Akureyrarstofa og Tónlistarskólinn á Akureyri hafa í samvinnu við Icelandair boðið Aaroni Walker, gítarleikara frá Denver, til tónleikahalds og kennslu í Tónlistarskólann á Akureyri dagana 28. febrúar til 3. mars.

Powered by WPeMatico

Atli Viðar er listamaður án landamæra

Í morgun var tilkynnti í Ketilhúsinu á Akureyri að Atli Viðar Engilbertsson er listamaður Listar án landamæra árið 2013. List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Í vor verður tíunda hátíðin sett þann 18. apríl. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að list með margbreytilegri útkomu. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli. Hátíðin er vettvangur viðburða. Hún er síbreytileg og lifandi og er haldin um allt land. Markmið hátíðarinnar er að auka aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Að koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.

Powered by WPeMatico

“Kyrrðin í Grímsey er dásamleg”

Thys de Vlieger og Astrid Nobel .

Hollenska listakonan Astrid Nobel dvaldist í Grímsey á dögunum en þangað kom hún í fyrsta sinn fyrir þremur árum síðan. Þá tók hún margar ljósmyndir af sjónum sem höfðu mikil áhrif á hana og hennar listsköpun. “Í Grímsey er einfaldlega dásamlegt að vera og þótt að veðrið hafi ekki verið upp á sitt allra besta þá bætti kyrrðin það sannarlega upp,” segir Astrid.

Powered by WPeMatico

“Kyrrðin í Grímsey er dásamleg”

Thys de Vlieger og Astrid Nobel .

Hollenska listakonan Astrid Nobel dvaldist í Grímsey á dögunum en þangað kom hún í fyrsta sinn fyrir þremur árum síðan. Þá tók hún margar ljósmyndir af sjónum sem höfðu mikil áhrif á hana og hennar listsköpun. “Í Grímsey er einfaldlega dásamlegt að vera og þótt að veðrið hafi ekki verið upp á sitt allra besta þá bætti kyrrðin það sannarlega upp,” segir Astrid.

Powered by WPeMatico