Category Archives: Norðurland

Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar

Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar

Á næstkomandi fimmtudag, 20. desember kl. 17.00-21.00, mun sannur jólaandi svífa yfir Sundlaug Akureyrar. Þá verður kertum dreift um úti- og innisvæði, ljós deyfð og hugljúf tónlist spiluð. Einnig verður boðið upp á kaffi, kakó og piparkökur til sölu.

Hér gefst fólki einstakt tækifæri til þess að slaka á í amstri jólaundirbúningsins án mikillar fyrirhafnar og nú er bara að vona að veðurguðirnir setji ekki strik í reikninginn.

Powered by WPeMatico

Á skíðum um Norðurland

Mynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir/Akureyrarstofa.

Fyrsta svonefnda „skiptihelgi“ vetrarins er framundan. Helgina 14.-16. desember getur skíðafólk notað vetrarkortin sín á fimm skíðasvæðum á Norðurlandi burt séð frá því hvar þau eru keypt. Skíðasvæðin sem um ræðir eru á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. Það eina sem fólk þarf að gera er að framvísa vetrarkorti sínu í miðasölu viðkomandi skíðasvæðis og fá lyftumiða fyrir daginn. Þetta er þriðji veturinn sem boðið er upp á skiptihelgar á skíðasvæðum Norðurlands og hafa þær mælst afar vel fyrir hjá fólki sem vill fara sem víðast og prófa nýjar brekkur. Stefnt er að því að skiptihelgarnar í vetur verði fimm.

Powered by WPeMatico

Vetrarkortin á skíði gilda nú á 5 stöðum á Norðurlandi

Fyrsta svonefnda „skiptihelgi“ vetrarins er framundan hjá skíðafólki. Helgina 14.-16. desember getur skíðafólk notað vetrarkortin sín á fimm skíðasvæðum á Norðurlandi burt séð frá því hvar þau eru keypt. Skíðasvæðin sem um ræðir eru á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. Það eina sem fólk þarf að gera er að framvísa vetrarkorti sínu í miðasölu viðkomandi skíðasvæðis og fá lyftumiða fyrir daginn. Þetta er þriðji veturinn sem boðið er upp á skiptihelgar á skíðasvæðum Norðurlands og hafa þær mælst afar vel fyrir hjá fólki sem vill fara sem víðast og prófa nýjar brekkur. Stefnt er að því að skiptihelgarnar í vetur verði fimm.

Hvatningarverðlaun SSNV – atvinnuþróunar árið 2012 til sjávarlíftæknisetursins BioPol á Skagaströnd

Sjávarlíftæknisetrið BioPol

Fyrirtækið var stofnað árið 2007 af Sveitarfélaginu Skagaströnd. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins var að koma á fót þekkingarsetri þar sem rannsóknir á lífríki hafsins og hagnýting staðbundinna auðlinda úr Húnaflóa væru í forgrunni. Fyrirtækið hefur nú þegar skapað sér nokkra sérstöðu með rannsóknarverkefnum, m.a á útbreiðslu grásleppu hér við land, hagnýtingu svifþörunga til eldsneytisframleiðslu, kortlagningu og lífríkisrannsóknum á ræktunarstöðum fyrir krækling og nýtingu ígulkera til manneldis, svo eitthvað sé nefnt.

Stefna fyrirtækisins er að BioPol muni á næstu  árum ná að byggja upp nauðsynlega færni til þess að fyrirtæki og sjóðir telji fýsilegt að fjárfesta enn frekar í rannsóknum og þróun á sviði sjávarlíftækni. Þess er  vænst að rannsóknarniðurstöður fyrirtækisins „leiti út á markað“  sem í framhaldinu leiði til stofnunar sprotafyrirtæki sem hefji framleiðslu á vörum til neytenda eða til áframhaldandi vinnslu. Þá er þess vænst að setrið stuðli að eflingu samkeppnishæfni Íslands varðandi nýtingu verðmæta úr sjó og sjávarfangi.

Árið 2010 tók fyrirtækið í notkun nýja og vel útbúna rannsóknastofu þar sem hægt er að vinna flestar þær rannsóknir sem í gangi eru. Hjá fyrirtækinu starfa nú níu manns, flestir háskólamenntaðir, í margvíslegum sjávarrannsóknum.

Verðlaunagripurinn.

Hefð er fyrir því að verðlaunagripurinn fyrir hvatningaverðlaunin sé unninn af listamanni á svæðinu. Að þessu sinni er það Erlendur F. Magnússon, listamaður á Blönduósi, sem hannar og smíðar gripinn. Erlendur er lærður húsasmiður en var einnig við nám í Handíða- og myndlistaskóla Íslands og hefur tekið þátt í nokkrum sýningum. Hann sinnti kennslu um árabil og var frumkvöðull að skákkennslu í grunnskólum.

Frá árinu 1984 hefur Erlendur unnið við fjölbreytt hönnunar-, útskurðar- og sérsmíðaverkefni á eigin verkstæði og við hönnun og byggingu húsa víða um land. Helstu verkefni hans eru: Safnahús, hótel og fl. við Geysi í Haukadal, Fjörukráin í Hafnarfirði, Eden í Hveragerði, Ásgarður við Hvolsvöll og Ingólfsskáli í Ölfusi. Þá hefur hann unnið við endurbætur gamalla húsa og fundið þeim nýtt hlutverk til framtíðar.

Jólamarkaður Blönduósi

Markaður verður í íþróttahúsinu (gengið inn Samkaupsmeginn) á Blönduósi laugardaginn 8. desember frá kl. 13:00-16:00. Allt mögulegt verður á boðstólnum, notað, nýtt og húnvetnskt handverk. Um 20 söluaðilar hafa boðað komu sína.

Allur ágóði af borðaleigu rennuróskiptur til ADHD samtakana og einnig verður hægt að kaupa jólakort og endurskinsmerki til styrktar samtökunum.

Úrslit tilkynnt í Fugl fyrir milljón

Laugardaginn 8. desember næstkomandi, klukkan 14:00, verða úrslit kynnt í ljósmyndakeppninni Fugl fyrir milljón 2012, í húsakynnum Rauðku á Siglufirði í Fjallabyggð. Þrír ljósmyndarar munu hljóta viðurkenningar fyrir myndir sínar.

Keppnin snýst um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaganum, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012. Auk viðurkenninga fyrir myndirnar í 2. og 3. sæti, verður besta myndin verðlaunuð með 1.000.000 króna í reiðufé.

Dómnefnd er leidd af Jóhanni Óla Hilmarssyni, fuglafræðingi og einum þekktasta fuglaljósmyndara Íslands.Með honum sátu í nefndinni Daniel Bergmann, ljósmyndari og Örlygur Kristfinnsson myndlistarmaður og forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

Keppnin var nú haldin í annað sinn og er tilgangur hennar að kynna Tröllaskagann og nærliggjandi eyjar fyrir náttúruunnendum og stuðla að aukinni fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á svæðinu.

Það eru Brimnes hótel í Ólafsfirði og Rauðka á Siglufirði sem standa að keppninni.

Með bestu kveðju,

Axel Pétur Ásgeirsson

www.fuglfyrirmilljon.com

Fimm aðilar hljóta styrki til skipulags og hönnunar áfangastaða fyrir ferðamenn

Ferðamálastofa auglýsti í september eftir umsóknum um styrki til skipulags og hönnunar áfangastaða fyrir ferðamenn. Alls bárust 20 umsóknir sem flestar voru vandaðar og verkefnin áhugaverð.

Dómnefnd
Dómnefnd var skipuð til að fjalla um umsóknir en í henni sátu:

  • Ragnar Frank Kristjánsson f.h. Félags íslenskra landslagsarkitekta
  • Pétur Bolli Jóhannesson  f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Erna Hauksdóttir  f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar
  • Elías Bj. Gíslason  f.h. Ferðamálastofu

Niðurstaða dómnefndar er að 5 aðilar hljóti styrk.

Sjávarsmiðjan og Reykhólahreppur  kr. 2.900.000
THanna og þróa faglega heildarmynd fyrir svæðið og þá uppbyggingu sem þar á að fara fram og er ætluð ferðamönnum. Um er að ræða bætt aðgengi til sjóbaða, göngustíga, hleðslur í hringum hveri, aðgengi og verndun á gamalli torfsundlaug. Hanna  merkingar, bæði til að miðla upplýsingum um öryggi, aðgengi sem og í fræðslutilgangi um náttúru- og söguminjar svæðisins.

Útihvalasafn og göngustígar í Súðavík  kr. 2.500.000
Hanna og skipuleggja útihvalasafn í gömlu byggðinni í Súðavík sem og göngustíga við sjávarsíðuna þar sem saga hvalveiða og vinnslu við Álftarfjörð verður sögð í máli og myndum á  upplýsingaskiltum.

Hrútleiðinlegt safn í Hrútafirði   kr. 1.800.000
Endurhanna sýningarrými og inngang í byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði sem og endurskipuleggja útisvæði safnsins með það að markmiði að tengja það betur sögu héraðsins.

Flókatóftir við Brjánslæk á Barðaströnd kr. 1.700.000
Vinna hönnun og skipulag við Flókatóftir við Brjánslæk á Barðaströnd, friðlýstum fornleifum sem draga nafn sitt af Hrafna-Flóka. Verkefninu er ætlað að vekja athygli á merkri sögu svæðisins og hvernig, samkvæmt sögnum, hugmyndin um nafnið Ísland varð til á svæðinu.

Óbyggðasafn Íslands    kr. 1.100.000
Vinna hönnun og skipulag við Óbyggðasafn Íslands sem verður byggt upp á sveitabænum Egilsstöðum.  Bærinn er innsta byggða bólið í Norðurdal í Fljótsdal og er við þröskuld Vatnajökulsþjóðgarðs og við stærstu óbyggðir norður Evrópu.  Markmið Óbyggðasafnsins er að bjóða upp á hágæða menningarferðaþjónustu sem byggir á menningararfi og náttúru óbyggðanna og jaðarbyggða þeirra.

Auglýst aftur að ári
Áætlað er styrkir sem þessir verði aftur í boði á næsta ári og að auglýst verði eftir umsóknum haustið 2013.

Nánari upplýsingar veitir Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Akureyri elias@ferdamalastofa.is

Bókin Eyðibýli á Íslandi komin út

Út eru komin þrjú bindi af ritinu Eyðibýli á Íslandi. Útgáfan er afrakstur rannsókna síðustu tveggja ára.
Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Fyrstu skref verkefnisins voru tekin sumarið 2011 þegar rannsókn fór fram á Suður- og Suðausturlandi. Sumarið 2012 náði rannsóknin til tveggja landsvæða; Norðurlands eystra og Vesturlands.

Verkefnið hefur verið tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, Menningarverðlauna DV og Hvatningarverðlauna iðnaðarráðherra. Upplýsingar um verkefnið eru á www.facebook.com/Eydibyli

Efni hvers bindis er sem hér segir:

Eyðibýli á Íslandi, 1. bindi
Austur-Skaftafellssýsla, Vestur-Skaftafellssýsla og Rangárvallasýsla. Höfundar: Arnþór Tryggvason, Árni Gíslason, Birkir Ingibjartsson, Steinunn Eik Egilsdóttir og Yngvi Karl Sigurjónsson. Ritið er 136 bls. að stærð og fjallar um 103 hús.

Eyðibýli á Íslandi, 2. bindi
Norður-Þingeyjarsýsla, Suður-Þingeyjarsýsla og Eyjafjarðarsýsla. Höfundar: Axel Kaaber, Bergþóra Góa Kvaran, Birkir Ingibjartsson, Hildur Guðmundsdóttir, Olga Árnadóttir, Sólveig Guðmundsdóttir Beck, Steinunn Eik Egilsdóttir og Þuríður Elísa Harðardóttir. Ritið er 168 bls. að stærð og fjallar um 115 hús.

Eyðibýli á Íslandi, 3. bindi
Dalasýsla, Snæfells- og Hnappadalssýsla, Mýrasýsla og Borgarfjarðarsýsla. Höfundar eru þeir sömu og að 2. bindi. Ritið er 160 bls. að stærð og fjallar um 121 hús.

Ritið er gefið út í litlu upplagi af áhugamannafélagi sem stendur fyrir rannsóknunum. Hvert eintak kostar 5.500 kr. Hægt er að panta ritið á heimasíðuni http://www.eydibyli.is/, senda póst á netfangið gislisv@r3.is eða hringja í síma 588 5800.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður:
Eyðibýli – áhugamannafélag
Gísli Sverrir Árnason formaður
Sími: 588 5800 og 892 5599. Netfang: gislisv@r3.is

Ljósmyndasýning á Minjasafni Akureyrar

Áttu laust veggpláss? Viltu eignast fallega ljósmynd eða gefa öðruvísi gjöf?
Ef svo er þá skaltu ekki láta ljósmyndasölu Minjasafnsins á Akureyri helgina 24. og 25. nóvember kl. 14-16 fram hjá þér fara!
Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Minjasafnsins er heil ljósmyndasýning til sölu. Hér er um að ræða ljósmyndasýninguna MANSTU – Akureyri í myndum sem sett var upp í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Sýninguna prýða ljósmyndir frá ýmsum tímum eftir ólíka ljósmyndara.

Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir unga sem aldna Akureyringa, brottflutta, aðflutta og vini Akureyrar til þess að eignast mynd eða gefa ljósmynd til að prýða veggi heimilisins eða vinnustaðarins. Á sölusýningunni má sjá marga konfektmola fyrir áhugasama um sögu Akureyrar í myndum og fagurkera sem sjá myndir á vegg sem augnkonfekt og gera hús að heimili .

Vilt þú eignast mynd af til dæmis spekingslegum strákpöttum á gúmmískóm í fjörunni á Akureyri um 1960, byggingasmiðum við smíði norðurhluta Torfunesbryggju 1927, Kaupvangstrætinu (Gilinu) uppúr 1960, fjörunni 1850, ráðhústorginu 1922 sem þá var kallað „Sóðavík“ og/ eða smábátahöfninni við Slippinn 1957?? Viltu eignast fyrstu litmyndina af Akureyri sem tekin var 1943 eða myndir úr verksmiðjunum Sjöfn, Flóru og Kjötiðnaðarstöðinni Kea frá 1966 nú eða mynd af Akureyri 1962?

Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa 18. nóvember um land allt

Ætlunin er að boða til minningarathafnar við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi klukkan 11 sunnudaginn 18. nóvember 2012 þar sem minnst verður fórnarlamba umferðarslysa og jafnframt heiðraðar þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu. Frá árinu 1993 hefur þriðji sunnudagur í nóvember verið tileinkaður minningu fórnarlamba umferðarslysa. Starfshópur innanríkisráðuneytisins um Áratug aðgerða annast undirbúning þessa verkefnis.

Við teljum mikilvægt að allir landsmenn taki þátt í þessu hvort sem menn eiga heimagengt til þessarar athafnar við Landspítalann eða ekki. Með þessu erindi er farið þess á leit við ykkur að vakin sé athygli á þessu innan sveitarfélagsins þannig að þeir sem vilja geti tekið þátt í athöfninni með táknrænum hætti eða boðað til einhverrar samverustundar að þessu tilefni.

Þess skal getið að við Landspítalann koma m.a. saman fulltrúar þeirra starfstétta sem kallaðar eru til þegar alvarleg umferðarslys eiga sér stað. Einnig verða viðstaddir forseti Íslands, ráðherrar innanríkismála og/eða velferðarmála ásamt fjölmiðlum auk fleiri gesta.

Klukkan 11:15 verður boðað til einnar mínútu þagnar til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Með almennri kynningu, dagana á undan, verður reynt að fá sem flesta landsmenn til að taka þátt í þögninni.

Ríkistjórnin bætir tjón bænda vegna óveðurs

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 120 milljónir úr ríkissjóði til að koma til móts við tjón vegna óveðursins fyrir norðan í byrjun september. 224 jarðir urðu fyrir tjóni og þúsundir fjár drapst. Þetta kemur frá á rúv.is.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu Rúv að tjón væri metið á um 140 milljónir og nú væri komið í ljós að bjargráðasjóður væri ekki aflögufær um það. Það hafi því verið samþykkt samhljóða í ríkisstjórn að veita áðurnefndar upphæð úr ríkissjóði.

Heimild: rúv.is

Formleg opnun framhaldsdeildar á Hvammstanga

Í haust var stofnuð dreifnámsdeild frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Hvammstanga.  Verkefnið er samstarfsverkefni milli Húnaþings vestra og FNV.  Í dreifnáminu geta nemendur úr Húnaþingi vestra stundað nám á framhaldsskólastigi undir stjórn kennara FNV,  með aðstoð nútíma upplýsingatækni. Markmiðið er að nemendur geti stundað almennt bóknám fyrstu 2 árin í sinni heimabyggð.

Umsjónarmaður deildarinnar á Hvammstanga er Rakel Runólfsdóttir og heldur hún utan um starfsemina þar. Öll kennsla fer fram gegnum fjarfundabúnað frá Sauðárkróki.  Nemendafjöldi í dreifnáminu er 17, þar af 12 sem útskrifuðust úr 10. bekk s.l. vor.

Dreifnámið byggir á að veita nemendum almennan bóklegan grunn fyrstu tvö árin.  En almennt má segja að dreifmennt sé góður kostur til að brúa bil milli landshluta og gera einstaklingum kleift að stunda nám hvar sem þeir eru staðsettir.

Nemendur í dreifnámi fara í tvær námslotur á Sauðárkróki á hverri önn,  viku í senn.  Loturnar eru mikilvægur hluti af náminu, þá gefst nemendum tækifæri til þess að hitta kennara, fá verklega kennslu og stunda félagslíf.

Heimild:  fnv.is

Umferðarkönnun á Tröllaskaga

Fimmtudaginn 8. nóvember og laugardaginn 10. nóvember nk. verður gerð umferðarkönnun á þremur stöðum á Mið-Norðurlandi; (1) á Ólafsfjarðarvegi norðan Dalvíkur, (2) í Héðinsfirði og (3) við Ketilás í Fljótum. Könnunin stendur yfir frá kl. 08:00 – 23:00 báða dagana.

Könnunin er unnin af starfsmönnum Háskólans á Akureyri í samráði við Vegagerðina og hefur þann tilgang að að afla upplýsinga um flæði umferðar um norðanverðan Tröllaskaga og áfangastaði og erindi vegfarenda.

Búast má við lítilsháttar töfum á umferð vegna þessa en allir bílstjórar sem leið eiga um könnunarstaðina verða beðir að svara örfáum spurningum. Reiknað er með að það taki innan við mínútu að svara könnuninni og er vonast til þess að vegfarendur sýni starfsfólki þolinmæði og skilning.

Fyrirtæki í Eyjafirði vilja hasla sér völl á Grænlandi

Fyrirtæki í Eyjafirði hafa í sameiningu hrundið af stað átaki til tveggja ára, með það að markmiði að hasla sér völl á Grænlandi. Þar eru fyrirsjáanleg í náinni framtíð mikil umsvif sem Eyfirðingar vilja taka þátt í.

Á kynningarfundi á Akureyri kom fram að fyrirsjáanleg eru þrjátíu stór verkefni á sviði olíu- og námavinnslu og uppbyggingu innviða á Grænlandi. Fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu hafa nú tekið höndum saman og hyggjast á næstu tveimur árum markaðssetja þjónustu sína á meðal stórfyrirtækja sem þarna verða að störfum.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir ljóst að það vanti mikið af innviðum, tækniþekkingu og fagþekkingu á ýmsum sviðum á Grænlandi. „Við erum nærtækasti kostur hvað varðar flutninga, heilbrigðisþjónustu og fleira, enda kannski með áratuga reynslu hér á þessu svæði við að þjónusta Grænland.“

Þorvaldur viðurkennir að seint sé af stað farið, auk þess sem fámennt íslenskt samfélag sé örsmátt í alþjóðlegri samkeppni. Því sé mikil vinna framundan næstu 24 mánuði ef Eyfirðingar ætli sér að vera með í þessari uppbyggingu. En mikil samstaða sé um verkefnið og það hjálpi til.

„Þegar mörg ólík fyrirtæki úr mismunandi greinum geta komið saman, tekið höndum saman, lagst sameiginlega á árarnar í stað þess að vera hver á minni báti að róa í sína átt.“

Frétt frá Rúv.is