Category Archives: grunnskóli fjallabyggðar

Auto Added by WPeMatico

Útivist og hreyfing kennd í Grunnskóla Fjallabyggðar

Í Grunnskóla Fjallabyggðar geta krakkar á unglingastigi sótt um valáfangann Útivist og hreyfing. Kennari er María B. Leifsdóttir. Útivistaráfangar eru einnig kenndir í Menntaskólanum á Tröllaskaga og er þetta því góður undirbúningur fyrir það. Í október fór hópur krakka frá Héðinsfirði og yfir í Skútudal á Siglufirði, en það er vinsæl gönguleið í Fjallabyggð.

Kennarar í Fjallabyggð afhentu bæjarstjóra undirskriftir

Kennarar við Grunnskóla Fjallabyggðar afhentu í dag Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar, kröfu frá kennurum til sveitarfélagsins ásamt rúmlega 3000 undirskriftum frá kennurum víðsvegar um landið. Krafist var þess að sveitarfélagið bregðist við þeim bráða vanda sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum.