Menningarverðlaun DV voru afhent í 34. sinn í Iðnó í Reykjavík í dag. Verðlaunin voru veitt í 9 flokkum, þar á meðal fyrir arkitektúr og hlaut akritektastofan Kollgáta á Akureyri verðlaun fyrir kaffihúsið í Lystigarðinum, Café Björk, en verkkaupi var Akureyrarbær. Dómnefnd skipuðu Helgi Steinar Helgason arkitekt FAÍ formaður, Borghildur Sölvey Sturludóttir arkitekt FAÍ og Baldur Ólafur Svavarsson arkitekt FAÍ.

Powered by WPeMatico