Þann 8. desember mun byrjendanámskeiðið hjá Skíðadeild Tindastóls byrja. Námskeiðið verður fjórir dagar, 8-9 des og 15-16 des. Markmið námskeiðsins er að nemandinn kunni að stoppa sig, taka lyftuna og sleppa og geta rennt sér einn niður með nokkuð góðu valdi á skíðunum. Og nemandinn geti komið og verið með á æfingum í vetur ef áhugi er fyrir hendi.

Námskeiðsgjaldið er 12 þús krónur og innifalið í því er skíðabúnaður fyrir þá sem að þurfa að fá lánað, lyftugjald (verður að kaupa lykilkort) og foreldri getur fengið búnað einn af þessum dögum til prufu endurgjaldslaust (greiðir eingöngu lyftugjald og lykilkort).

ATH að börn 7 ára og yngri fá frítt árskort ef gengið er frá því fyrir jól. Eingöngu þarf að kaupa lykilkortið, sem að fæst endurgreitt (800 kr) að hluta þegar því er skilað.

Stefnt er að því að halda annað námskeið eftir áramót.

Einnig ef áhugi er fyrir byrjenda námskeiði fyrir fullorðna að hafa þá endilega samband og sjáum hvort að við náum í hóp.

Skráning óskast send á snjoa.m@gmail.com fyrir 6. desember. Gefa þarf upp nafn og aldur á barni ásamt símanúmeri til að hafa samband.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í brekkunum í vetur

Skíðadeild Tindastóls.