Byggingakrani settur upp í fjall á Siglufirði

Stór byggingakrani mun rísa fyrir ofan Siglufjörð sem notaður verður til að flytja og staðsetja snjóflóðagirðingar uppi í fjallinu. Þannig verða verktakar minna háðir veðri við flutninga á girðingum sem nú til þessa hefur verið flogið með þyrlu upp í fjallið, en það er talsvert dýrara en að notast við kranann.