Frístundastjóri Skagafjarðar hefur kynnt áform um öryggisráðstafanir vegna starfsemi Sumar T.Í.M. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í sumar, og eru tilkomin vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda við íþróttahús og Árskóla.

Fela þau m.a. í sér strangari reglur um aðkomu bíla að íþróttahúsinu á Sauðárkróki og að foreldrum verði kynntar þær reglur. Einnig að fundað verði með verktökum þannig að allir leggist á eitt um að tryggja öryggi barna í og við þessar byggingar í sumar.