Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga hlaut hæsta styrk Fornminjasjóðs árið 2017 eða 4 milljónir króna, til áframhaldandi rannsókna á kirkjugarðinum í Keflavík í Hegranesi. Einnig fengust 1,5 milljónir til verkefnisins Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar sem er samstarfsverkefni safnsins og Byggðasögu Skagafjarðar um rannsóknir elstu byggðar í héraðinu. Í sumar er einnig þriðja og síðasta ár Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknarinnar (SCASS) með styrk frá Bandaríska rannsóknarráðinu.