Búið er að klæða Pálshús í Ólafsfirði að utanverðu en unnið hefur verið að því hörðum höndum síðustu vikur og mánuði. Sumaropnun er í dag, laugardaginn 30. maí, hægt verður að sjá fuglasafnið og sögu Ólafsfjarðarvatns. Þá opnar Árni Rúnar Sverrisson myndlistasýninguna “Ferðasaga” í sýningarsalnum. Sýningin stendur til 26. júlí nk.

Safnið opnar kl. 14:00 í dag og eru allir hvattir til að mæta.

Efri hæðin – Ólafsfjarðarstofa verður formlega opnuð 1. ágúst 2020.


Mynd frá Björn Þór Ólafsson.