Bryggja brotnaði á Reykjum í Skagafirði

Það var tjón á Reykjum í Skagafirði í briminu síðastliðna helgi en hafaldan var sterk og brotnaði steypt bryggja. Kaffihúsið Grettis Café og Grettislaug á Reykjum eru opnar. Á svæðinu er einnig tjaldstæði og ferðir út í Drangey.  Reykir eru um 18 km frá Sauðárkróki.