Undanfarin tvö ár hefur starfsfólk Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi staðið að styrktarverkefninu Vertu kaldur sem hugsað er til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Í vikunni færði starfsfólk Kalda, Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að verðmæti 2.500.000 kr. en þessi upphæð safnaðist með ágóða af verkefninu sem samanstendur af sölu á Vertu kaldur léttbjórnum frá Bruggsmiðjunni auk fallegra armbanda sem starfsfólkið hannaði og lét framleiða fyrir sig. Þess má geta að árið 2018 skilaði verkefnið styrk að verðmæti 1.800.000 kr.
Frá þessu er greint á vef Facebooksíðu Kalda og Dalvíkurbyggðar.