Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að gera tímabundna breytingu á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar til eins árs.  Í stað skólastjóra og aðstoðarskólastjóra verður stjórnendateymið skipað skólastjóra og tveimur deildarstjórum.  Tillaga þessi kom frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála Fjallabyggðar.

Þá hefur aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sagt upp störfum og hefur óskað eftir að láta af störfum frá og með 1. ágúst 2019.