Bresku ferðamennirnir lentir á Akureyri

Flugvél Titan-Airways er nú lent á Akureyrarflugvelli eftir nokkra klukkutíma stopp á Egilsstöðum. Vélin flaug kl. 15:00 frá Egilsstöðum og var að lenda rúmlega 30 mínútum síðar. Farþegarnir koma frá Leeds, en vélin hóf flug frá London til Leeds snemma í morgun og þaðan var stefnan tekin á Akureyri, en vegna veðurs varð að lenda á Egilsstöðum meðan veðrið gekk niður.

Vélin flaug í framhaldinu til Cardiff í Wales, eftir stutt stopp á Akureyri.