Börn og unglingar æfa strandblak á Siglufirði

Blakfélag Fjallabyggðar var nýverið stofnað til að halda betur utan um blakstarfið í Fjallabyggð.  Blakhefðin á Siglufirði hefur verið í rúm 40 ár en ekki undir formlega stofnuðu félagi eins og nú, en Blakfélag Fjallabyggðar er hluti af Ungmenna- og Íþróttasambandi Fjallabyggðar.  Börn og unglingar BF hafa æft af kappi strandblak í sumar, en tíðindamaður Héðinsfjarðar leit við á æfingu í vikunni. Flestir iðkendur koma frá Siglufirði, en þó eru nokkrir sem búa í Ólafsfirði sem sækja æfingar. Flest eru þetta börn sem hafa æft aðrar íþróttir og eru því fljót að tileinka sér íþróttina. Veður var mjög gott á Siglufirði þessa viku og síðustu og því kjörið að spila strandblak.