Laugardaginn 19. október verður sannkölluð blakveisla í íþróttahúsinu á Siglufirði þar sem tveir leikir fara fram í Benectadeild kvenna og karla. Kvennaleikurinn hefst kl. 14:00 þar sem BF mætir Aftureldingu en karlalið BF spilar kl. 16:00 á móti HKörlum.
Aðgangseyrir á leikina er 1.000.- kr. eða frjáls framlög.
Aðgangseyririnn rennur óskiptur í styrktarsjóð lítils blakvinar sem fæddist með hjartagalla og er nýkominn heim frá Svíþjóð þar sem hann gekkst undir aðgerð. Fyrir þá sem eiga ekki kost á að mæta í íþróttahúsið er unnt að millifæra inn á reikning BF nr. 0348-13-200210 og kennitala 551079-0159.
Sjoppa á staðnum og áhorfendur ganga inn að sunnanverðu.
Hvetjum alla til að styðja við bakið á Blakfélagi Fjallabyggðar og styrkja í leiðinni gott málefni.