Blakfélag Fjallabyggðar vann 2. deild karla

Íslandsmótinu í 2. deild karla í blaki lauk í dag á Siglufirði. Blakfélag Fjallabyggðar stóði uppi sem sigurvegari mótsins og endaði með 37 stig, einu stigi meira en HK-C. Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar var í neðsta sæti fyrir mótið í 2. deild, en náði með góðum árangri í dag að koma sér úr níunda sæti í það sjötta.

Karlalið BF byrjaði daginn á leik við Álftanes-Stjörnuna, en gestirnir byrjuðu betur og unnu fyrstu hrinuna 25-21. BF vann næstu hrinu örugglega 14-25, en Álftanes-Stjarnan vann loka hrinuna 15-11 og leikinn 2-1. Næsti leikur BF var við Keflavík, og vann BF fyrstu hrinuna 21-25 og einnig næstu 11-25, öruggur 0-2 sigur. Lokaleikur BF var svo við UMFL og vannst sá leikur einnig 2-0. Jafnræði var með liðunum í fyrstu hrinunni en BF vann 21-25 og svo hafði BF talsverða yfirburði í lokahrinunni, 11-25.

Kvennalið BF stóð sig mjög vel í dag og sigraði þrjá af fjórum leikjum og unnu sig upp í miðja deild. Fyrsti leikurinn var gegn Umf. Hrunamanna fyrsta hrinan fór 26-28 og önnur 16-25, öruggur 0-2 sigur. Næsti leikur BF var gegn Bresa, en sá tapaðist 2-0, (25-21, 25-13). Þriðji leikur BF kvenna í dag var gegn HK-F, en mjög jafnt var í báðum hrinum en heimamenn sigruðu 0-2 (22-25, 24-26). Lokaleikurinn var gegn Aftureldingu-C, en BF vann leikinn örugglega 2-0, (25-13, 25-14).