Blakfélag Fjallabyggðar unnu opnunarleikinn

Íslandsmótið í blaki hófst á Siglufirði í gærkvöldi. Heimamenn í Blakfélagi Fjallabyggðar tóku á móti Ungmennafélaginu Eflingu frá Laugum í Reykjadal. Um var að ræða leik í 2. deild karla, en BF var á toppi deildarinnar fyrir þennan leik en Efling um miðja deild. BF unnu fyrstu hrinuna, 25-19. Efling jöfnuðu og unnu næstu hrinu nokkuð örugglega 16-25 og staðan 1-1. Í lokahrynunni voru heimamenn sterkari og unnu 23-21. BF er nú efst með 2 stiga forskot á HK-C og hafa bæði lið spilað 11 leiki á mótinu, en nokkrir leikir fram fram í dag á Íslandsmótinu.