Um 400 blakarar og 54 lið spiluðu á stóru blakmóti í Fjallabyggð um helgina. Þetta árlega hraðmót í blaki hefur orð á sér að vera eitt skemmtilegasta blakmót hvers árs. Spilað var í 9 deildum, þrjár karladeildir og sex kvennadeildir. Nokkur lið frá Austurlandi forfölluðust á síðustu stundu vegna ófærðar og eins komst kvennalið Fylkis ekki á mótið.

Blakfélag Fjallabyggðar var sigursælt á mótinu. Karlalið BF-A spilaði í 1. deild karla í sex liða deild. Liðið vann allar 10 hrinurnar og endaði með 10 stig og vann deildina. Lið Leifturs lék í 2. deild karla í fimm liða deild og vann liðið alla sína leiki, 8 hrinur og tapaði engri og unnu deildina glæsilega. BF-B spilaði í 3. deild karla og varð í 2. sæti, liðið spilaði 4 leiki og endaði með 5 stig eins og Óðinn/Skautar en þeir unnu deildina á betra stigaskori.

Kvennalið BF-1 léku í 1. deild kvenna og enduðu þær í efsta sæti með 8 stig eins og Krákurnar en voru með betra stigaskor. Kvennalið BF-2 léku í 2. deild og enduðu þær einnig í 1. sæti með 6 stig eins og Ýmir-B en voru með betra stigaskor. Kvennalið BF-3 léku í 3. deildinni og unnu hana glæsilega, enduðu með 8 stig eins og Fylkir-B en voru með betra stigaskor. Kvennalið BF-4 léku svo í 6 deildinni og enduðu með 4 stig, og voru í 9. sæti af 10 liðum.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Bátahúsi Síldarminjasafnsins og lokahófið á Rauðku á Siglufirði.

BF2
BF4
Lið Blakfélags Fjallabyggðar sem leikur í 1. deild karla.