Fyrstu leikir Blakfélags Fjallabyggðar í karla- og kvennaflokki í 1. deild fara fram laugardaginn 21. september í Íþróttahúsinu á Siglufirði. Kvennaliðið leikur fyrst við Álftanes 2 kl. 14:00 og karlaliðið leikur við Hamar kl. 16:00. Vefurinn mun í vetur greina frá úrslitum leikja Blakfélags Fjallabyggðar og eru blakáhugamenn hvattir til að fylgjast með. Fyrirtæki sem vilja styðja við umfjöllunina með auglýsingum geta haft samband við ritstjóra vefsins.

Íbúar og stuðningsmenn í Fjallabyggð eru hvattir um að fjölmenna á leikina og styðja liðin. Sjoppa verður á staðnum. Áhorfendur ganga inn að sunnanverðu.

Leikir laugardaginn 21. september:

14:00 BF – Álftanes 2 (kvenna)
16:00 BF – Hamar (karla)