Bikarmót Blaksambands Íslands fyrir yngri flokka var haldið HK í Digranesi og Fagralundi um helgina. Blakfélag Fjallabyggðar sendi lið í 4. flokki í mótið í blönduðu liði. Í liðinu voru einnig tveir drengir úr Dalvíkurbyggð.

Blakfélag Fjallabyggðar gerði sér lítið fyrir og varð bikarmeistari 2020 og vann alla sína 5 leiki. Frábær árangur hjá liðinu og sannarlega mikill efniviður á ferðinni.

Liðið spilaði við Vestra í 1. umferðinni og vann 2-0 í nokkuð jöfnum leik, (25-23, 25-21).  Í annari umferð spilaði BF við HK og vann örugglega, 2-0, (25-15, 25-9). Í þriðju umferð spilaði BF við Vestra og vann 2-0 (25-18, 25-21). Í fjórðu umferð vann BF Þrótt Nes 2-0 í jöfnum og spennandi leik, lokatölur 25-22, 25-23. Í 5. umferðinni vann BF öruggan sigur á Aftureldingu 2-0, (25-7, 25-15).

Mynd frá Frétta- og fræðslusíða UÍF.
Mynd: Grétar og Bella