Björgunarsveitir sóttu fótbrotinn mann

Björgunarsveitir frá Blönduósi og Skagaströnd sóttu um síðustu helgi mann sem fótbrotnaði við neðri brúna yfir Laxá í Refasveit. Bera þurfti manninn þangað sem sjúkrabíll beið þess að flytja hann undir læknishendur. Verkið gekk vel og var maðurinn kominn i sjúkrabílinn rétt fyrir klukkan 22:00.