Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði hefur kannað vilja Fjallabyggðar til samstarfs um uppbyggingu og rekstri á sameiginlegri stjórnstöð vettvangsstjórnar almannavarna Fjallabyggðar og björgunarsveitarinnar.
Fjallabyggð mun skoða þann möguleika að stjórnstöð almannavarna verði færð úr Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og í framhaldi af því að meta kostnað sveitarfélagsins við slíka aðgerð.