Félagar í Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði byrja að tengja ljósakrossana í gamla og nýja kirkjugarðinum á Siglufirði, fimmtudaginn 28. nóvember.
Miðar fyrir tengigjaldi verða seldir í SR-Byggingavörum og þeir sem eru með krossa í fóstri hjá björgunarsveitinni fá sendan greiðsluseðil fyrir árgjaldi.
Í ár verður sú breyting gerð að eingöngu verða notaðar LED perur í krossana.  Þeir sem greiða tengigjald fá afhentar perur þegar greitt er í SR-Byggingavörum.
Tengigjaldið í ár er Kr. 3.500.- og fylgja 16stk LED perur.  Gjald fyrir krossa í fóstri er Kr. 7.000,- og verða einnig settar LED perur í þá krossa.
Með þökk fyrir stuðninginn
Björgunarsveitin Strákar