Fjölskyldan á Kaffi Klöru í Ólafsfirði sendu út tilkynningu skömmu fyrir jól að þau vildu bjóða fólki að vera með þeim á aðfangadagskvöld á Kaffi Klöru að kostnaðarlausu. Þetta er hugsað fyrir þá sem eru einir um jólin eða vilja upplifa öðruvísi jól.

Á matseðlinum verður purusteik, hangikjöt og e.t.v. hamborgarahryggur, heimalagað rauðkál og nokkrir grænmetisréttir. Í eftirrétt verður möndlugrautur og súkkulaðimús, malt, appelsín og smákökur.

Ida reiknar með að sögð verði jölasaga og sungið. Við heyrðum í Idu fyrir nokkrum dögum og þá reiknaði hún með að 16 manns myndu mæta og jafnvel fjölga.

Búast má við að Íslendingar og erlendir gestir Kaffi Klöru taki þátt í þessu jólaboði með fjölskyldunni.

Mynd frá Guðmundur Ingi Bjarnason.
Guðmundur og Ida taka á móti fólki á aðfangadagskvöld á Kaffi Klöru.