Dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra.

Birgir lauk meistaraprófi í lögfræði árið 2010 og MBA gráðu árið 2017. Þá lauk hann prófi frá Lögregluskóla ríkisins árið 2000 og hefur auk þess sótt sér ýmiss konar viðbótarmenntun. Á árunum 1994-2002 starfaði hann við almenn löggæslustörf. Hann var lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra frá 2002-2007. Þá starfaði hann sem laganemi og síðar lögfræðingur hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu frá 2007-2009. Á árunum 2009-2016 starfaði hann hjá embætti sérstaks saksóknara, fyrst sem sérfræðingur og svo sem ákærandi. Þá var hann einnig aðstoðarmaður saksóknara Alþingis í landsdómsmálinu á árunum 2011-2012. Á árunum 2016-2018 starfaði Birgir hjá Arion banka á sviði innri endurskoðunar. Frá árinu 2019 hefur hann starfað í greiningardeild ríkislögreglustjóra auk þess að sinna kennslustörfum á háskólastigi.

Birgir Jónasson skipaður lögreglustjóri á Norðurlandi vestra - mynd