Björgunarskipið Sigurvin fylgdi togaranum Múlabergi SI-22 inn Siglufjörð og til hafnar í dag en bilun hafði komið upp í stjórnbúnaði togarns. Múlabergi var svo lagt að bryggju án aðstoðar um kl. 19:00 en rétt þótti að hafa aðstoð til taks til öryggis.

Björgunarsveitin Strákar greindu fyrst frá þessu á fésbókarsíðu sinni.

Mynd frá Björgunarsveitin Strákar.
Mynd: Björgunarsveitin Strákar.