Tindastólsmönnum bíður gríðarlega erfitt verkefni í dag þegar þeir mæta í Laugardalshöllina og spila fyrsta bikarúrslitaleikinn í sögu félagsins.  Keflavík er að fara í sinn 10. úrslitaleik en liðið lék síðast til úrslita árið 2006. 

Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Einar Þór Skarphéðinsson sjá um dómgæsluna í leiknum en þeir félagar hafa dæmt samtals 3618 leiki. Rögnvaldur er með 1370, Sigmundur 1226 og Einar 1022.

Leikurinn er kl. 16.00 hjá körlunum í dag í Laugardalshöllinni.

Upphitunarpistill frá Tindastólsmönnum er að finna á heimasíðu þeirra hérna, þar sem þeir fara yfir hvaða möguleikar eru á móti liði Keflavíkur.