Bifreið valt vestan við Ólafsfjarðarveg á hringvegi

Bifreið valt út af hringvegi vestan við Ólafsfjarðarveg í nótt. Bifreiðin sem var á leið til Akureyrar, var ekið út af veginum vinstra megin þar sem hún valt. Ökumaður og þrír farþegar voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri með sjúkrabifreið. Meiðsli á fólki voru ekki talin alvarleg.